Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

12345 Dimmalimm

Einn er hann, sá er Dimmalimm og snýr í átt að vegg /staur /endastöð. Hann segir 1,2,3,4,5 Dimmalimm og snýr sér við. Á meðan hlaupa hinir í áttina að honum. Þeir þurfa að stoppa og frjósa áður en sagt er Dimmalimm. Ef þeir hreyfa sig fara þeir aftur til baka. Þegar þeir eru komnir að Dimmalimm þá klukka þeir Dimmalimm og þá hefst eltingaleikur. Sá sem er náður fyrst er Dimmalimm í næstu umferð.

Markmið:

Góð hreyfing er í leiknum, tölur, góður í hópefli og sem ísbrjótur.

Það sem þarf:

Gott svæði.

Athugið:

 Hægt er að gera ýmsar útfærslur t.d. að þegar stöðvað er þurfa allir að vera með grettu, standa á einum fæti eða eitthvað annað sem stjórnanda og hóp langar að prófa.