Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Funfy rafræni leikjabankinn er þróunarverkefni sem styrkt var af sjóði menntastefnunnar, látum draumana rætast. Vefurinn er draumur eiganda um að auðveldara verði fyrir alla sem starfa með börnum (og aðra) að nota leiki, hvort sem um sé að ræða til þess eins að hafa gaman og efla hópinn jafnt sem og að vinna með erfið vandamál í hóp eða einstaklingsvinnu. Markmið er að aðstoða bæði börnin sjálf sem og starfsfólk að skilja leikina betur og hvernig má nýta þá í starfi.  Leikirnir eru aðgengilegir á fleiri en einu tungumáli ásamt því að myndband fylgir hverjum leik sem auðveldar stjórnanda að skilja leikinn og  þeim sem þurfa að vita nánar hvað sé að fara fram. 

Rétt er að taka fram að leikirnir hafa verið kenndir í námi eiganda vefsins og verkefnis ásamt því að  hafa komið upp í áralöngu starfi með börnum. Leikirnir hafa því höfundar réttarleg álitamál þar sem ekki var gengist eftir að skrásetja heimildir. Áhersla var lögð á að allir hefðu aðgang að vefnum og að sem flestum leikjum. Allar ábendingar og athugasemdir vel þegnar á [email protected] þar sem vefurinn er og verður í stöðugri þróun. 

Eigandi vefsins og verkefnis er Sædís Sif Harðardóttir, forstöðumaður á frístundaheimili sem brennur fyrir hópastarf með börnum, að berjast gegn einelti ásamt því að vera tvíburamóðir og stjúpmóðir. Sædís er með B.A. próf í tómstunda og félagsmálafræði, ásamt því að hafa lokið diplómu í Viðburðastjórnun sem og Samskiptum og forvörnum. Sædís hefur lengi starfað með börnum sem standa höllum fæti og hefur m.a. starfað hjá barnavernd og sinnt liðveislu, ásamt því að taka námskeið í ART þjálfun, skipulagðri kennslu o.fl. Sem snýr að hegðun og ýmsum röskunum barna, ásamt hegðunarráðgjöf. 

Vefstjóri og forritari Síðunnar er Ásdís Erna Guðmundsdóttir, en síðan var lokaverkefni í Háskóla Reykjavíkur í tölvunarfræðideild. Ásdís Erna hefur einnig mikinn eldmóð fyrir vellíðan barna og uppeldi,  og er tveggja barna móðir. 

Sjá nánar