Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Eitur í flösku

Einn úr hópnum er valinn til að vera „eitrið“ og hann snýr baki í hina leikmennina.  Hinir halda í hann og hann byrjar að segja „eitur í …“ einhverju, t.d. bíl, tölvu, grasi. Þegar hann segir eitur í flösku að þá hlaupa þau í burtu frá honum og hann reynir að klukka sem flesta. Þeir sem hann nær að klukka verða að stoppa með bil á milli fótanna og þeir sem hafa ekki verið klukkaðir eiga að frelsa þá með að skríða í gegnum bilið á milli fótanna.

Markmið:

Leikurinn krefst hreyfingar, samvinnu, samskipta og er tilvalinn til að brjóta upp daginn, nota sem ísbrjót og í almennu hópefli.

Það sem þarf:

Gott svæði.

Athugið:

þegar verið er að verið er að frelsa, má ekki klukka þann á sama tíma sem er að skríða í gegn, eða sitja um fyrir honum. Hér er gott að hafa yfirsýn og sjá t.d. hverjir eiga það til að gleymast að vera frelsaðir ? Hverjir eru að biðja um hjálp?