Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Fataflipp

Ýmisleg föt eru sett í poka, kveikt á tónlist og pokinn gengur hringinn. Þegar tónlistinn stoppar er sá blindaður sem er með pokann á þeim tíma, hann dregur flík úr pokanum og fær 30 sek eða það sem við á miðað við getu hópsins til þess að klæða sig í eins og hann heldur að flíkin eigi að vera. Þegar tíminn er liðinn er kveikt aftur á tónlistinni og næsta umferð hefst, þetta gengur aftur og aftur þar til fötin eru búin. Tilvalið er að taka myndir að leik loknum og hengja upp á vegg ef hægt er, einnig hægt að kjósa um þann sem lítur skemmtilegastur út að leik loknum.

Markmið:

 Leikurinn krefst einbeitingar, að fara úr fyrir þægindarammann og er gott að nota í hópefli og brjóta upp daginn ( enda oft nóg af óskilamunum til að nýta).

Það sem þarf:  

Eitthvað til að binda/setja yfir augu, allskonar föt, poka, eitthvað til að spila tónlist.

Athugið:

 Hópurinn má ekki segja hvernig flík var dregin úr pokanum, viðkomandi á að reyna sitt besta sjálfur að fatta það og klæða sig í, hafa skal í huga að þeim sem finnst erfitt að fá mikla athygli. Gott er að stjórnandi reyni að láta tónlistina stoppa á sem flestum til að allir fái að prófa.

* Tilvalið er að nota leikinn fyrir leikskóla aldur til að æfa sig að klæða sig í :) Eða til að draga búninga fyrir ákveðið verkefni eða annað sem á við.