Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Hlaupa í skarðið

Þátttakendur mynda stóran hring, einn tekur sér stöðu utan hringsins. Leikurinn hefst með því að sá sem er utan hringsins tekur á rás og hleypur umhverfis hringinn, hann skorar svo á einn í hringnum í kapphlaup umhverfis hringinn með því að klappa á bak viðkomandi og segja „hlauptu“ , sá þarf að bregðast skjótt við og taka af stað í gagnstæða átt við áskorandann. Hvor reynir að vera á undan hinum að hlaupa hringinn og komast aftur í skarðið, sá sem verður seinni til heldur leiknum áfram, sá sem komst í skarðið snýr sér við til merki þess að hann sé búinn að fá að hlaupa, en heldur áfram að vera í hringnum.

 

Markmið:

 Leikurinn snýst um hreyfingu fyrst og fremst en krefst einbeitingar og samskipta innan hópsins.

Það sem þarf:

Gott svæði.

Athugið:

 Hægt er að láta þátttakendur hoppa á öðrum fæti, vera á hnjánum,  eða annað sem ykkur dettur í hug. Gæta skal þess að sá sem er áskorandinn dragi það ekki of á langinn að velja einhvern til að hlaupa á móti sér og að ákveðinn hópur sé ekki að „spila sín á milli“. Í þessum leik er oft slegið á rassinn og þá er gott að ákveða það í upphafi hvort það megi og ef einhver vilji endilega fá áskorunina á rassinn þá má viðkomandi dilla honum að vild.