Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Hrós - Öskur

Þátttakendur mynda hring, einn byrjar að stíga inn í hringinn og hrósa sjálfum sér hátt og snjallt  og segir t.d. „ég er hugmyndarík“ og hinir endurtaka og segja hátt og snjallt „já, þú ert hugmyndarík“. Síðan tekur næsti við og gerir það sama og gengur svo koll af kolli þar til allir eru búnir.

Markmið:

Leikurinn leggur áherslu á jákvæða sjálfsstyrkingu og sjálfmynd ásamt því að efla samskipti og vitund innan hóps.

Athugið:

Mörgum getur þótt óþægilegt að standa fyrir framan hópinn og það má alveg ræða það í upphafi að það þurfi ekki að  öskra, og megi segja pass, en þá er líka gott að grípa hratt inn í og hrósa fyrir viðkomandi, eigi hann erfitt með að finna eitthvað um sjálfan sig, jafnvel er hægt að vera búin að ræða við sterka einstaklinga innan hópsins og biðja þá um að vera í viðbragðstöðu ef einhver á í erfiðleikum. Hægt er að taka fleiri en einn hring og einnig hægt að láta þau segja um hvert annað ( t.d. hrósa þeim við hliðina á og hinir endurtaka og segja „já ég er sammála, þú (nafn) ert…. t.d. hugmyndarík“