Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Jafnvægisbolti

Þátttakendur sem miðað er við 2 í einu, fá bolta og 2 penna, boltanum er stillt upp á milli penna og einstaklingar þurfa að flytja boltann frá A-B einungis með því að styðja við boltann með penna. 

Markmið:

 Leikurinn reynir á jafnvægi, þolinmæði, samskipti, samvinnu og einbeitingu.

Það sem þarf:

Bolta og penna.

Athugið:

Hægt er að prófa að gera leikinn með fleiri en 2 á hvern bolta og breyta útfærslu t.d. öll samskipti þurfa að vera sungin ? eða hvísluð ? eða hvað annað sem stjórnanda eða hópnum dettur í hug. Hægt er að ákveða einnig ákveðna braut sem þarf að fara eftir sem og t.d. fara yfir og undir eitthvað.