Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Leiða blindann

Tveir og tveir eru saman, annar er blindandi og hinn stýrir einungis með orðum. Braut er sett upp sem þarf að stýra í gegn um sem reynir á að komast frá A-B. Sá sem er blindandi bíður frammi eða með bak í brautina svo hann viti ekki hvernig hún liggur.  Þegar viðkomandi hefur lokið brautinni  skipta leikmenn um hlutverk, sá sem var að stýra bíður á meðan brautinni er breytt og prófar svo að vera sá blindi. 

Markmið: Leikurinn reynir á traust, samskipti og samvinnu.

Það sem þarf:

Rými til að setja upp braut ( t.d. límband, stólar, töskur) hægt að nota hvað sem er sem þarf að fara fram hjá/undir/yfir.

Athugið:  Mikilvægt er að gæta hverjir eru saman í þessu verkefni, tilvalið er þó að nýta þetta verkefni til að para saman aðila sem ekki vanið eru að vinna með hvor öðrum eða þá sem þurfa á því að halda að kynnast t.d. fleirum. Ef erfið samskipti eru á milli einstaklinga skal fylgjast vel með samskiptum. Þessi leikur gefur kennurum tækifæri til að rýna vel í samskipti og traust hópsins. Hér er einnig tækifæri að ræða t.d. hvernig er að vera blindur?