Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Pókó

 

Völlurinn er u.þ.b.4x4 m. Skipt í fjóra reiti. Einn er inni í hverjum reit. Boltinn er alltaf gefinn upp í sama reitnum (mismunandi hver er í honum, kallast kóngurinn). Fjórir byrja inni á vellinum en hinir bíða í röð til hliðar. Markmiðið er að koma boltanum úr sínum reit yfir á annan. Hendur eru notaðar til að koma boltanum á milli reita ( stundum fótur líka ef hópur leyfir). Boltinn má aðeins skoppa einu sinni í reitnum þínum áður en þú gefur hann annað. Ef hann skoppar aftur ert þú úr leik en ef einhver gefur hann út fyrir þá er sá hinn sami úr leik. Þá færa hinir þrír sig um einn reit til vinstri og nýr leikmaður kemur inn.  Stundum má kóngur hafa 2 líf, en hópurinn þarf að samræmast um það.

Markmið:

Leikurinn æfir þolinmæði, hreyfingu og samskipti hópsins þar sem oft þarf að taka rökræður um hvort að reglum hafi verið fylgt o.s.frv.

Það sem þarf:

Körfubolti (bolti) krítar, límband, gott svæði.

Athugið:

 Reglur þurfa að vera skýrar í upphafi ( má nota fót, er kóngur með 2 líf eða annað sem þarf að ræða og ákveða).  Ef hópur hefur tillögur af öðrum útfærslum er um að gera að prófa, og ef það gengur vel má endilega láta vita svo hægt sé að bæta við lýsingu.