Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Safna blindandi hlutum

Hlutum er dreift um ákveðið svæði, t.d. kubbum  í ákveðnum lit , flöskum eða öðru sem hægt er að nota. Tveir og tveir eru saman í „liði“ annar er blindaður og hinn stýrir, liðið á að safna ákveðnum hlut/ lit án þess að snerta önnur lið (þá t.d. mínus stig fyrir það, eða einn hlutur tekinn frá). Gott er að klára að safna öllu og skipta svo um hlutverk og gera aftur.

Markmið:

 Leikurinn reynir á að treysta félaga sinum, ásamt því að þurfa einbeitingu og góður leikur sem hópefli fyrir þá sem unnið er með.

Það sem þarf:

 Hluti sem nýtast til að safna, gott að geta skilgreint eftir t.d. tegund eða lit  ( einn safnar flöskum og hinn glösum, eða þá safna t.d. bláum eða grænum kubbum)

Athugið:

Hér þarf að hafa í huga hverjum er parað saman, minna á að ákveða hvernig samskiptin ættu að vera, taka pásur ef keppnisskapið er orðið erfitt. Tækifæri til að rýna í samskipti hópsins sem heild sem og samskiptafærni hvers og eins.