Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Slá á hönd - Nafnaleikur

Einn er í miðjunni, einn í hringnum kallar nafn annars og á sá í miðjunni að reyna að slá hann á hönd áður en hann nær að kalla nafn annars, ef hann nær að kalla nafn annars meðlims í kringum á sá í miðjunni að fara til hans ef viðkomandi nær ekki að segja neitt og sá í miðjunni nær að slá hann á hönd, fer sá inn í miðjuna og „er hann“. 

 

Markmið:

Leikurinn nýtist í að læra nöfn hópsins ásamt því að efla einbeitingu og vera fjörefli fyrir hópinn.

Það sem þarf:

Eitthvað mjúkt til að sjá með / t.d rúlla upp blaði, svamp eða annað .

Athugið:

Mikilvægt að enginn meiðist, ef hópurinn þekkist lítið eða ekkert skal fara yfir nöfn allra fyrst og minna á mikilvægi þess að taka pásur og spyrja hvað viðkomandi heitir og halda svo áfram til að aðstoða alla við að ná nöfnunum. Einnig má notast við nafnspjöld til að byrja með og fjarlæga þau svo síðar. Ef er heitt veður mætti jafnvel notast við vatnsbyssu.