Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Staurinn fellur

Allir fá einn staur ( gott að nota einangrunar rör, en hægt að nota ýmislegt), hópurinn stillir sér upp í hring og þegar stjórnandinn segir til á að sleppa sínum staur og taka sér stöðu við þann næsta. 

Markmið:

Hér reynir á samskipti hópsins ásamt hreyfingu og samvinnu.

Það sem þarf:

Staura og gott pláss.

Athugið:

Útskýra skal leikinn fyrir þátttakendum og leyfa þeim að byrja bara og finna út sjálf of ræða t.d. hvar er best að staðsetja sig til að ná að hlaupa á milli o.s.frv. Síðan þegar kominn er taktur er hægt að telja t.d. skiptin sem gerð eru án þess að staurinn falli. Hægt er að nota leikinn t.d. í lok dags í nokkur skipti til að skoða bætingu. Ef illa gengur fyrir hópinn að ná takti er gott að taka smá pásu og leiðbeina þeim að ræða betur saman og ákveða í sameiningu hvernig þau ætla að framkvæma