Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Teikningin gengur

Hópurinn stillir sér upp í röð, sá sem er aftastur fær skipum um hvað skal teikna ( hvíslað að viðkomandi, eða prentuð úr mynd). Sá sem er aftastur teiknar á bakið á næsta og svo koll af kolli. Sá sem er síðastur ( fremstur) teiknar svo á blað eða töflu það sem hann fann fyrir og þá kemur í ljós hvort það sé það sama og lagði af stað í upphafi, einnig má hann giska á hvað hann fann í stað teikningar.

Markmið:

Teiknileikurinn snýst fyrst og fremst um samvinnu og er góður sem ísbrjótur í hóp sem þekkist lítið þar sem lítið reynir á samskipti og þurfa að koma fram.

Það sem þarf:  

Blað  og penna, en hægt að sleppa.

Athugið:

Engin sérstök útfærsla eða athugasemdir við leikinn.