Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Verpa eggjum

Leikmenn standa í röð fyrir framan vegginn og sá sem er fyrstur tekur boltann og kastar honum í vegginn. Um leið og boltinn skoppar til baka hoppar leikmaðurinn yfir boltann með fæturna í sundur, þannig að hann fari á milli fótanna, líkt og hann sé að verpa eggi. Sá sem er næstur í röðinni grípur og gerir það sama. Leikmaðurinn fer svo aftast í röðina og þannig gengur leikurinn eins lengi og leikmenn hafa þrek og þol til.

Markmið:

Hreyfing, hópefli, styrkja liðsandann.

Það sem þarf:

 Bolti ( brennibolti), pláss við vegg.

Athugið:

Hægt er að bæta við leikinn með því að þegar að fyrstu umferð er lokið þarf síðan að klappa einu sinni áður en hoppað er yfir boltann, þegar þeirri umferð er lokið þarf að klappa tvisvar og svo framvegis, það endar með því að ef viðkomandi nær ekki að klappa t.d. 7 sinnum áður en komið er að því að hoppa yfir boltann er viðkomandi úr. Gott að fylgjast með samkiptum hópsins og athuga hvort allir séu ekki að hvetja alla jafnt og gæta þess að keppnisskap taki ekki yfir.